Íslenski boltinn

Stúkan fór yfir varnarleik KA: „Vandræðagangurinn var töluverður hjá þeim“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Varnarmenn KA voru í allskonar vandræðum gegn ÍBV.
Varnarmenn KA voru í allskonar vandræðum gegn ÍBV. Stöð 2 Sport

Undanfarin ár hefur varnaleikurinn verið aðalsmerki KA-manna í Bestu-deild karla í fótbolta, en hann virðist ekki vera jafn sterkur og áður. Sérfræðingar Stúkunnar fóru yfir varnarleik liðsins í seinasta þætti.

„Þegar Arnar Grétarsson tók við þá var eitt af því fyrsta sem hann gerði að taka til í varnarleiknum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins í upphafi innslagsins.

„Liðið hefur verið þekkt fyrir það undanfarin tímabil að spila stífan varnarleik undir stjórn Arnars. Þetta hefur ekki verið uppi á teningnum í ár og þá sérstaklega kannski í þessum leik,“ sagði Kjartan og átti þá við leik KA og ÍBV þar sem KA hafði betur 4-3.

Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók þá við og fór yfir klaufalegan varnarleik KA-manna í leiknum.

„Þeir hafa svo sem verið allt í lagi varnarlega þangað til núna síðustu umferðir. Kannski sérstaklega í þessum leik var maður að sjá hluti frá KA sem maður er alls ekki vanur að sjá. Vandræðagangurinn var töluverður hjá þeim í vörninni.“

Klippa: Besta stúkan: Umræða um varnarleik KA

Eins og sjá má í klippunni hér fyrir ofan var af nógu að taka úr þessum eina leik. Lárus talaði mikið um þátt Dusan Brkovic í þessum tiltekna leik, en hann var tekinn af velli í hálfleik. Lárus sagði þó að hann vissi ekki hvort Dusan hafi verið meiddur, eða einfaldlega tekinn af velli vegna slæmrar frammistöðu.

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×