„Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 15:31 Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir eru jafnaldrar úr Val sem eru að keppa um sömu stöðu á Evrópumótinu i Englandi. Svava Rós kom inná sem varamaður á móti Belgíu en ekki Elín Metta. Vísir/Vilhelm Næsti mótherji íslensku stelpnanna eru Ítalir sem fengu stóran skell á móti Frökkum sama dag og íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Belga. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira