Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2022 19:00 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji á nú aðild að 20 prósent heildarkvóta í landinu. Samkvæmt lögum má ekki fara yfir 12 prósent. Vísir Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hefur ekki í för með sér að sameinað fyrirtæki fari með of stóran hluta heildarkvótans í landinu samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Sameinuð fyrirtæki fara samanlagt með 11,62 prósent heildarkvótans en - hámarkið er tólf prósent. Samherji á 32,64 prósent hlut í Síldarvinnslunni og telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Fyrirtækið fari því ekki yfir lögbundið hámark aflaheimilda með sameiningu Síldarvinnslunnar og Vísis. Ef Samherji teldist hins vegar tengdur aðili samkvæmt lögum á fyrirtækið samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hins vegar aðild að tuttugu prósentum heildarkvótans sem er langt yfir lögbundnum viðmiðum sem eru tólf prósent. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er aðili ekki skilgreindur sem tengdur fyrr en hann á um og yfir fimmtíu prósent í fyrirtæki. Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi. „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið. Því að á sama tíma og við skilgreinum auðlindir hafsins sem þjóðareign, þá sjáum við samþjöppun í sjávarútvegi og gríðarlegan auð safnast á fárra manna hendur,“ segir Katrín. Hún segir að matvælaráðherra sé nú að fara yfir reglur um gjaldtöku, tilfærslu eigna, hámarksveiðiheimildir og hvernig tengdir aðilar eru skilgreindir í sjávarútvegi. Katrín segir að þótt henni hafi ekki tekist að koma auðlindarákvæði í stjórnarskránna á síðasta kjörtímabili sé baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég myndi með gleði leggja slíkt ákvæði fram aftur og ég geri það mögulega síðar á þessu kjörtímabili en hins vegar þarf það ekki að standa í vegi fyrir því að við breytum lögunum um fiskveiðistjórnun þegar kemur að gjaldtöku og öðru slíku,“ segir Katrín. Samkeppniseftirlitið á eftir að meta hvort kaup Síldarvinnslunnar á Vísi samræmist lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að fylgjast með niðurstöðum þess. Hann segir að samþjöppun í sjávarútvegi hafi hins vegar yfirleitt verið til góða. „Þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arðsemi veiðanna sem er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Sjávarútvegur Akureyri Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hefur ekki í för með sér að sameinað fyrirtæki fari með of stóran hluta heildarkvótans í landinu samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Sameinuð fyrirtæki fara samanlagt með 11,62 prósent heildarkvótans en - hámarkið er tólf prósent. Samherji á 32,64 prósent hlut í Síldarvinnslunni og telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Fyrirtækið fari því ekki yfir lögbundið hámark aflaheimilda með sameiningu Síldarvinnslunnar og Vísis. Ef Samherji teldist hins vegar tengdur aðili samkvæmt lögum á fyrirtækið samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hins vegar aðild að tuttugu prósentum heildarkvótans sem er langt yfir lögbundnum viðmiðum sem eru tólf prósent. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er aðili ekki skilgreindur sem tengdur fyrr en hann á um og yfir fimmtíu prósent í fyrirtæki. Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi. „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið. Því að á sama tíma og við skilgreinum auðlindir hafsins sem þjóðareign, þá sjáum við samþjöppun í sjávarútvegi og gríðarlegan auð safnast á fárra manna hendur,“ segir Katrín. Hún segir að matvælaráðherra sé nú að fara yfir reglur um gjaldtöku, tilfærslu eigna, hámarksveiðiheimildir og hvernig tengdir aðilar eru skilgreindir í sjávarútvegi. Katrín segir að þótt henni hafi ekki tekist að koma auðlindarákvæði í stjórnarskránna á síðasta kjörtímabili sé baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég myndi með gleði leggja slíkt ákvæði fram aftur og ég geri það mögulega síðar á þessu kjörtímabili en hins vegar þarf það ekki að standa í vegi fyrir því að við breytum lögunum um fiskveiðistjórnun þegar kemur að gjaldtöku og öðru slíku,“ segir Katrín. Samkeppniseftirlitið á eftir að meta hvort kaup Síldarvinnslunnar á Vísi samræmist lögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að fylgjast með niðurstöðum þess. Hann segir að samþjöppun í sjávarútvegi hafi hins vegar yfirleitt verið til góða. „Þá hafa þær heilt yfir séð verið til þess fallnar að auka arðsemi veiðanna sem er mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni.
Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996.
Sjávarútvegur Akureyri Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42