Innlent

At­vinnu­leysi hefur minnkað hratt en er mest á Suður­nesjum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en reiknað var með samkvæmt Hagsjá Landsbankans.
Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar en reiknað var með samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans hefur atvinnuleysi minnkað hraðar en reiknað var með en Hagsjáin vitnar í tölur Vinnumálastofnunar. Ekki séu margar vísbendingar um að atvinnuleysi muni aukast mikið.

Síðasta þjóðhagsspá Hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir að meðal atvinnuleysi á árinu yrði 4,5 prósent en ef núverandi staða atvinnuleysis helst óbreytt út árið verður það 3,9 prósent. Hagsjánni samkvæmt minnkaði atvinnuleysi alls staðar á landinu á milli mánaða en mesta minnkunin var um 0,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi er þó mest á Suðurnesjum eða 5,8%.

Staða ferðaþjónustunnar muni skipta miklu fyrir stöðu vinnumarkaðar innanlands.

Hagsjánna má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×