„Þetta var iðnaðarsigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 21:49 Brynjar Gauti var frábær í sínum fyrsta leik með Fram Vísir: Hulda Margrét „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. „Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“ Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
„Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53