„Þetta var iðnaðarsigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. júlí 2022 21:49 Brynjar Gauti var frábær í sínum fyrsta leik með Fram Vísir: Hulda Margrét „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. „Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“ Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
„Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi og geggjuð aðstaða. Flottir strákar í liðinu, gríðarlegur kraftur og leiknir strákar. Ég er gríðarlega kátur með að vera kominn hingað.“ Það er langt síðan að Brynjar Gauti spilaði í 90 mínútur og viðurkennir að þreytan hafi aðeins verið farin að segja til sín undir lokin. „Það var aðeins farið að síga í undir lokin, ég viðurkenni það alveg. Ég held að síðustu 90 mínútur sem ég spilaði hafi verið á móti Fram í Garðabænum í vor. Það var kærkomið að fá 90 mínútur í skrokkinn og vonandi það sem að koma skal.“ Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðan 2015. Nú í ár voru gerðar áherslubreytingar sem gerði það af verkum að hann hefur fengið minni spilatíma. Að semja við Fram var því kærkomið skref upp á spilatíma. „Það koma nýir þjálfarar með sínar áherslur og sína leikmenn. Hann gerði það nokkuð ljóst að hann vildi ekki hafa mig og maður er í þessu til að spila fótbolta. Það er góð lending að vera kominn í Fram. Það er gríðarlega spennandi verkefni í gangi hérna og metnaðarfullir menn í kringum klúbbinn sem vilja gera vel og taka félagið hærra. Þetta er sögufrægt félag, stórlið á Íslandi, vonandi getur maður verið stór þáttur í því að taka næsta skref.“ Brynjar er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að liðið getið byggt á þessu. „Við byggjum á þessu. Þetta var iðnaðarsigur, við vorum ekki alveg nógu kaldir á boltann og að halda honum. Við fengum mörg tækifæri til að sækja betur á FH-ingana og það klikkaði alltaf seinasta sendingin eða seinasta ákvörðunin. Vonandi getum við byggt á þessu og haldið áfram að vera svona þéttir. Þetta Framlið er búið að vera gríðarlega skemmtilegt í sumar og spila skemmtilegan fótbolta, haldið honum vel og verið mikil skemmtun á leikjum. Við viljum náttúrulega halda í það.“
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Leik lokið: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 11. júlí 2022 20:53