Fótbolti

Vökvunarkerfið var duglegt að trufla viðtöl blaðamanna: Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson gat ekki annað en brosað þegar vatni var sprautað yfir alla fjölmiðlamenn og viðmælendur þeirra. Hann var einn þeirra sjálfur.
Þorsteinn Halldórsson gat ekki annað en brosað þegar vatni var sprautað yfir alla fjölmiðlamenn og viðmælendur þeirra. Hann var einn þeirra sjálfur. Vísir/Vilhelm

Nú er heitt í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búið að spila einn leik á EM og æfði í fyrsta sinn eftir hann.

Þjálfarateymi liðsins var í viðtölum fyrir æfinguna og það var greinilegt að starfsmenn æfingasvæðis Crewe Alexandra ætluðu ekki að láta grasið þorna. Ekki einu sinni þegar viðtöl voru í gangi.

Tvívegis fór vökvunarkerfið í gang þegar fjölmiðlamenn voru að ræða við þjálfarana.

Í seinni skiptið þá var Svava Kristín Grétarsdóttir að ræða við Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfara.

Það má sjá þegar vökvunarkerfið fer í gang í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Vökvunarkerfið fer í gang



Fleiri fréttir

Sjá meira


×