Erlent

Pútín sagður eiga von á barni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Forsetinn á að minnsta kosti tvær dætur en þær eru báðar orðnar tæplega fertugar.
Forsetinn á að minnsta kosti tvær dætur en þær eru báðar orðnar tæplega fertugar. AP/Alexander Zemlianichenko

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður eiga von á barni með ástkonu sinni Alina Kabaeva. Forsetinn á að minnsta kosti tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lyudmila Shkrebneva, en er talinn eiga nokkur börn í laumi með ástkonum sínum.

Ástralski fréttamiðilinn News.com.au segir að Pútín, sem mun fagna sjötugsafmæli sínu í október, og Kabaeva, sem er þrjátíu árum yngri, eigi von á stelpu. Upplýsingarnar eru sagðar koma beint frá forsetahöllinni í Rússlandi.

Kabaeva á fyrir þrjú börn og er Pútín talinn vera faðir þeirra allra. Hún eignaðist strák árið 2015 og tvíbura árið 2019.

Pútín hefur alltaf haldið einkamálum sínum í laumi og því er lítið vitað um Kabaeva og börnin þrjú. Áður en hún og forsetinn hófu ástarsamband sitt var hún fimleikastjarna og talið er að hún búi í Sviss.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×