Fótbolti

Íslenskar varamínútur í sænska boltanum

Atli Arason skrifar
Sveinn Aron fékk rúman hálftíma í dag.
Sveinn Aron fékk rúman hálftíma í dag. Ísland - Armenía /Jónína

Valgeir Lundal Friðriksson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Alex Þór Hauksson komu allir inn af varamannabekknum í leikjum sinna liða í efstu tveimur deildum sænska fótboltans í dag.

Valgeir Lunddal var á varamannabekk Häcken í 1-2 útisigri liðsins gegn Mjallby. Valgeir kom inn af varamannabekknum á 71. mínútu í stöðunni 1-1 en Ali Youssef skoraði sigurmark Häcken tíu mínútum síðar.

Sveinn Aron byrjaði á varmannabekk Elfsborg í 2-2 jafntefli liðsins gegn AIK á heimavelli en Sveinn kom inn á völlinn á 59. mínútu. Þá var AIK einu marki yfir en jöfnunarmark Elfsborg kom á 71. mínútu og var það sjálfsmark Nicolas Stefanelli, leikmanns AIK.

Í næst efstu deild í Svíþjóð gerðu Utsikten og Östers 1-1 jafntefli. Alex Þór Hauksson, leikmaður Östers, byrjaði meðal varamanna en var skipt inn á 74. mínútu en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.