Fótbolti

FIFA stefnir á mynda­­vélar inn í búnings­­klefum á HM í Katar

Atli Arason skrifar
Frakkar urðu heimsmeistarar árið 2018. Á HM í Katar gætu áhorfendur séð fagnaðarlætin inn í búningsklefa hjá næstu heimsmeisturum.
Frakkar urðu heimsmeistarar árið 2018. Á HM í Katar gætu áhorfendur séð fagnaðarlætin inn í búningsklefa hjá næstu heimsmeisturum. Getty Images

Alþjóðlega knattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða möguleika þess að hafa beinar sjónvarpsútsendingar úr búningsklefum þátttökuþjóða á heimsmeistaramótinu í Katar

Það er franski fjölmiðillinn RMC sem greinir frá þessu en samkvæmt heimildarmanni miðilsins verða áform FIFA kynnt nánar í nóvember ef allt gengur eftir.

FIFA er að skoða allar leiðir til þess að færa áhorfandann nær leikmönnunum með því markmiði að auka áhugann á íþróttinni. Þessi aðferð er t.d. þekkt í ruðningi (e. rugby) þar sem sýnt er frá þeim taktísku pælingum sem lið hyggjast leggja áherslu á.

Einnig er þetta þekkt í körfuboltanum þar sem áhorfandinn fær að heyra hvert upplegg þjálfarans er þegar liðin taka leikhlé í miðjum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×