Lífeyristryggingakerfið þjóni ekki lengur markmiði sínu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2022 20:31 Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. einar árnason Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki lengur þjóna markmiði sínu. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs. Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs.
Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira