Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2022 22:33 Rafmagnsflugneminn Matthías Sveinbjörnsson og flugkennarinn Rickard Carlsson hlaða rafgeyma flugvélarinnar eftir fyrstu reynsluflugin á Rangárvöllum í kvöld. KMU Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44