Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið. Vísir/Vilhelm Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira