Harris skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa komið fram í þáttunum Cheer á Netflix.Getty/Jim Spellman
Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi.
Í febrúar á þessu ári játaði Harris brot sín en hann var handtekinn í Chicago árið 2020. Hann mun sitja inni í alríkisfangelsi í tólf ár og vera í átta ár eftir það undir eftirliti dómstóla. CNN greinir frá.
Brotin sem Harris játar á sig er að hafa greitt sautján ára dreng fyrir að senda sér nektarmyndir og hafa ferðast til Flórída til að misnota fimmtán ára dreng.
Cheer-þættirnir eru heimildaþættir sem fylgja klappstýruliði frá Navarro College í Corsicana í Texas-ríki. Þættirnir komu út í janúar árið 2020 og var Harris handtekinn nokkrum mánuðum síðar.
Í annarri þáttarröð Cheer sem kom út í fyrra er greint frá ásökunum á hendur Harris og viðtöl við tvö af fórnarlömbum hans sýnd.
Jeremiah „Jerry“ Harris, sem er þekktur fyrir að koma fram í þættinum Cheer sem sýndur er á Netflix, hefur játað að hafa brotið alríkislög með því að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.