Fótbolti

Allar töskur íslensku stelpnanna skiluðu sér í hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá íslensku stelpurnar á æfingunni í Crew í dag en enginn í islenska hópnum lenti í vandræðum eftir ferðalagið yfir til Englands. Hér eru þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir að hlaupa sig í gang.
Hér má sjá íslensku stelpurnar á æfingunni í Crew í dag en enginn í islenska hópnum lenti í vandræðum eftir ferðalagið yfir til Englands. Hér eru þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir að hlaupa sig í gang. Vísir/Vilhelm

Þessa dagana lenda margir í vandræðum á flugferðum sínum um Evrópu og fréttir um týndar töskur eru allt of algengar.

Íslenska kvennalandsliðið var á leiðinni til Englands í gær eftir æfingabúðir sínar í Þýskalandi. Fram undan er Evrópumótið og þá má náttúrulega ekkert klikka.

Íslenski hópurinn flaug í gær frá Nürnberg til Manchester og gekk allt vel. Það skipti líka miklu máli að það voru engin töskuvandræði hjá hópnum og allt skilaði sér eins og átti að gera.

Landsliðið ferðast með mikinn farangur og því var vissulega nóg af töskum til að fara á eitthvað flakk.

Íslenska liðið æfði í dag á æfingasvæði Crewe Alexandra og fyrsti leikur er síðan á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.