Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 21:23 Michael Gove og Boris Johnson árið 2019. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Fjöldaflótti er hlaupinn í ráðherra og aðra embættismenn Íhaldsflokksins í Bretlandi sem vilja knýja Boris Johnson forsætisráðherra til afsagnar. Hvert hneykslismálið hafi rekið annað þar sem forsætisráðherrann hafi ítrekað verið staðinn að því að ljúga að þingi og almenningi. Nýjasta hneykslið er skipan Johnsons forsætisráðherra á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns. Forsætisráðherrann viðurkenndi í gær að það hefði verið mistök skipa Pincher í embættið en Johnson hefur verið margsaga um vitnreskju sína af kvörtun þingmanns vegna kynferðislegrar áreitni Pinchers fyrir þremur árum. Sjá einnig: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu af sér í gær. Eftir það hefur flóttinn úr liði forsætisráðherrans haldið áfram og eins og stendur hafa á annan tug annarra ráðherra sagt af sér og krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér. Farið var yfir flóttann úr ríkisstjórn Borisar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gove var ekki í hópi íhaldsmanna sem sóttu Boris heim nú undir kvöld, þar sem þau hvöttu hann til að láta af embætti. Forsætisráðherrann svaraði þeim á þann veg að hann myndi ekki segja af sér því hann stæði fram fyrir mörgum mjög mikilvægum málefnum. Samkvæmt frétt Guardian hafði ráðherrann fyrrverandi þó rætt við forsætisráðherrann fyrr í dag og sagt honum að hann nyti ekki stuðnings innan flokksins. Samkvæmt heimildum Guardian mun Gove hafa tilkynnt Johnson að hann myndi sjálfur ekki reyna að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Bandamenn Johnson eru þó sagðir telja að Gove væri búinn að vinna gegn forsætisráðherranum á bakvið tjöldin um nokkuð skeið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43