Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2022 14:03 Boris Johnson á leiðinni á fyrirspurnartíma í þinginu. getty Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. Í upphafi þingfundar tók Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar til máls. Hann lýsti ásökunum á hendur Chris Pincher, þingmanni Íhaldsflokksins, sem Johnsons skipaði nýlega í embætti aðstoðarþingflokksformanns en í sjónvarpsviðtali viðurkenndi Johnson að hafa hækkað Pincher í tign vitandi af ásökunum á hendur Pincher. Til áminningar um alvarleika málsins rifjaði Starmer upp ásakanirnar: „Fórnarlambið segir: „hann greip í rassinn minn og síðan færði hann hönd sína hægt að náranum. Ég fraus.“ Ég skil að það er ekki auðvelt að hlusta á þetta en þetta er áminning fyrir alla þá sem standa enn að baki Johnson, um hve alvarlegt ástandið er. Hann vissi að embættismaðurinn hafði gerst sekur um kynferðislega áreitni, en hann [Johnson] veitti honum stöðuhækkun, hvers vegna? Keir Starmergetty Johnson ítrekaði að búið væri að víkja Pincher úr embætti og nú væri verið að rannsaka framferði hans. „Pincher by name, pincher by nature“ Ekkert af því útskýri þó hvers vegna Johnson gaf Pincher stöðuhækkun til að byrja með, sagði Starmer. Áður hafi Johnson verið staðinn að því að segja „Pincher by name, Pincher by nature,“ eða klípari að nafni, klípari að eðlisfari og minntist leiðtogi stjórnarandstöðunnar á það. „Hefur forsætisráðherrann einhvern tímann sagt eitthvað slíkt, já eða nei?“ Johnson sagði hvorki af eða á um það en sagðist ekki vilja gera lítið úr málinu, „Ég sé mikið eftir því að hann hafi haldið starfi sínu,“ sagði Johnson og vildi beina sjónum sínum að öðrum störfum í landinu, „líkt og þau 500 þúsund nýju störf sem við höfum skapað.“ Boris Johnson í þinginu í dag. skjáskot Aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun Svona gekk boltinn á milli forsætisráðherrans og sjórnarandstöðuliða sem ýmist hlógu eða kölluðu fram í á meðan Johnson klóraði í bakkann. Segja má að Johnson hafi aldrei náð sér almennilega frá köðlunum í þetta sinn og Keir Starmer stóð í hári hans allan tímann. Hann sagði Johnson nú ekki aðeins skorta heiðarleika og hæfi til að leiða ríkisstjórnina heldur hafi hann og starfslið Downingstrætis hylmt yfir með kynferðisbrotamanni og gert honum kleift að starfa áfram í umboði ríkisstjórnar. Sajid Javid sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, en síðan hann og Rishi Sunak sögðu af sér hafa hátt í tuttugu ráðherrar, þingmenn og embættismenn Íhaldsflokksins sagt af sér. Javid tók að lok fyrirspurnartímans til máls og gaf frá sér yfirlýsingu. Þar sagðist hann efast um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina áfram og lýsti áhyggjum sínum af því að komandi kynslóðir muni líta Íhaldsflokkinn öðrum augum vegna málsins. „Ég óska kollegum mínum í ríkisstjórninni góðs gengis og ég sé að þau hafa ákveðið að vera áfram í ríkisstjórn. Þau hafa væntanlega sínar ástæður fyrir því en þetta er val. Ég veit að það er erfitt að velja en megi það vera ljóst; aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun.“ Sajid David, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, ávarpaði þingið í dag eftir fyrirspurnartíma forsætisráðherra.epa Bretland Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Í upphafi þingfundar tók Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar til máls. Hann lýsti ásökunum á hendur Chris Pincher, þingmanni Íhaldsflokksins, sem Johnsons skipaði nýlega í embætti aðstoðarþingflokksformanns en í sjónvarpsviðtali viðurkenndi Johnson að hafa hækkað Pincher í tign vitandi af ásökunum á hendur Pincher. Til áminningar um alvarleika málsins rifjaði Starmer upp ásakanirnar: „Fórnarlambið segir: „hann greip í rassinn minn og síðan færði hann hönd sína hægt að náranum. Ég fraus.“ Ég skil að það er ekki auðvelt að hlusta á þetta en þetta er áminning fyrir alla þá sem standa enn að baki Johnson, um hve alvarlegt ástandið er. Hann vissi að embættismaðurinn hafði gerst sekur um kynferðislega áreitni, en hann [Johnson] veitti honum stöðuhækkun, hvers vegna? Keir Starmergetty Johnson ítrekaði að búið væri að víkja Pincher úr embætti og nú væri verið að rannsaka framferði hans. „Pincher by name, pincher by nature“ Ekkert af því útskýri þó hvers vegna Johnson gaf Pincher stöðuhækkun til að byrja með, sagði Starmer. Áður hafi Johnson verið staðinn að því að segja „Pincher by name, Pincher by nature,“ eða klípari að nafni, klípari að eðlisfari og minntist leiðtogi stjórnarandstöðunnar á það. „Hefur forsætisráðherrann einhvern tímann sagt eitthvað slíkt, já eða nei?“ Johnson sagði hvorki af eða á um það en sagðist ekki vilja gera lítið úr málinu, „Ég sé mikið eftir því að hann hafi haldið starfi sínu,“ sagði Johnson og vildi beina sjónum sínum að öðrum störfum í landinu, „líkt og þau 500 þúsund nýju störf sem við höfum skapað.“ Boris Johnson í þinginu í dag. skjáskot Aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun Svona gekk boltinn á milli forsætisráðherrans og sjórnarandstöðuliða sem ýmist hlógu eða kölluðu fram í á meðan Johnson klóraði í bakkann. Segja má að Johnson hafi aldrei náð sér almennilega frá köðlunum í þetta sinn og Keir Starmer stóð í hári hans allan tímann. Hann sagði Johnson nú ekki aðeins skorta heiðarleika og hæfi til að leiða ríkisstjórnina heldur hafi hann og starfslið Downingstrætis hylmt yfir með kynferðisbrotamanni og gert honum kleift að starfa áfram í umboði ríkisstjórnar. Sajid Javid sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, en síðan hann og Rishi Sunak sögðu af sér hafa hátt í tuttugu ráðherrar, þingmenn og embættismenn Íhaldsflokksins sagt af sér. Javid tók að lok fyrirspurnartímans til máls og gaf frá sér yfirlýsingu. Þar sagðist hann efast um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina áfram og lýsti áhyggjum sínum af því að komandi kynslóðir muni líta Íhaldsflokkinn öðrum augum vegna málsins. „Ég óska kollegum mínum í ríkisstjórninni góðs gengis og ég sé að þau hafa ákveðið að vera áfram í ríkisstjórn. Þau hafa væntanlega sínar ástæður fyrir því en þetta er val. Ég veit að það er erfitt að velja en megi það vera ljóst; aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun.“ Sajid David, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, ávarpaði þingið í dag eftir fyrirspurnartíma forsætisráðherra.epa
Bretland Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43
Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02