EM verður stærsti evrópski íþróttaviðburður kvenna frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2022 08:00 Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld, en aldrei hafa fleiri miðar verið keyptir á mótið. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í dag þegar gestgjafar Englands taka á móti Austurríki á heimavelli Manchester United, Old Trafford. Búist er við rúmlega 70 þúsund áhorfendum á leikinn, en aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á EM kvenna. Alls hafa um 500 þúsund miðar verið seldir á mótið. Það er rúmlega tvöfalt meira en seldist af miðum á EM í Hollandi árið 2017, en þá mættu rétt rúmlega 240 þúsund áhorfendur á völlinn. Um 700 þúsund miðar voru settir í sölu fyrir mótið og því er enn svigrúm til að bæta vel í áhorfendatölur. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að halda miðaverði lágu til að laða sem flesta að mótinu, sérstaklega fjölskyldufólk. Miðaverð er frá fimm til fimmtíu pund og fjögurra manna fjölskylda getur mætt á völlinn fyrir svo lítið sem þrjátíu pund, eða tæpar fimm þúsund krónur. 🎟️ Nadine Kessler on #WEURO2022 ticket sales: "We're at 517,000 tickets now a day before the opening. Who would have thought that for a women's tournament? That's simply fantastic and shows how high our expectation is." pic.twitter.com/4CLjpddAVE— UEFA (@UEFA) July 5, 2022 Eins og áður segir fer opnunarleikur mótsins fram í kvöld þegar England og Austurríki eigast við á Old Trafford fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur. Það verður fyrsti leikurinn af 31 sem spilaður verður á mótinu, en 16 lið munu berjast um Evrópumeistaratitilinn á „stærsta íþróttaviðburði kvenna í sögunni í Evrópu“ eins og Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA orðar það. „Við getum ekki beðið eftir að boltinn byrji að rúlla,“ sagði Kessler, en þessir 500 þúsund miðar sem nú þegar hafa verið keyptir, hafa verið keyptir í 99 löndum. „Hverjum hefði dottið það í hug á Evrópumóti kvenna? Þetta er algjörlega frábært og sýnir hversu háar væntingar við höfum og hvað það er sem við viljum ná fram.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Alls hafa um 500 þúsund miðar verið seldir á mótið. Það er rúmlega tvöfalt meira en seldist af miðum á EM í Hollandi árið 2017, en þá mættu rétt rúmlega 240 þúsund áhorfendur á völlinn. Um 700 þúsund miðar voru settir í sölu fyrir mótið og því er enn svigrúm til að bæta vel í áhorfendatölur. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að halda miðaverði lágu til að laða sem flesta að mótinu, sérstaklega fjölskyldufólk. Miðaverð er frá fimm til fimmtíu pund og fjögurra manna fjölskylda getur mætt á völlinn fyrir svo lítið sem þrjátíu pund, eða tæpar fimm þúsund krónur. 🎟️ Nadine Kessler on #WEURO2022 ticket sales: "We're at 517,000 tickets now a day before the opening. Who would have thought that for a women's tournament? That's simply fantastic and shows how high our expectation is." pic.twitter.com/4CLjpddAVE— UEFA (@UEFA) July 5, 2022 Eins og áður segir fer opnunarleikur mótsins fram í kvöld þegar England og Austurríki eigast við á Old Trafford fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur. Það verður fyrsti leikurinn af 31 sem spilaður verður á mótinu, en 16 lið munu berjast um Evrópumeistaratitilinn á „stærsta íþróttaviðburði kvenna í sögunni í Evrópu“ eins og Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA orðar það. „Við getum ekki beðið eftir að boltinn byrji að rúlla,“ sagði Kessler, en þessir 500 þúsund miðar sem nú þegar hafa verið keyptir, hafa verið keyptir í 99 löndum. „Hverjum hefði dottið það í hug á Evrópumóti kvenna? Þetta er algjörlega frábært og sýnir hversu háar væntingar við höfum og hvað það er sem við viljum ná fram.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu