EM verður stærsti evrópski íþróttaviðburður kvenna frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2022 08:00 Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld, en aldrei hafa fleiri miðar verið keyptir á mótið. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst í dag þegar gestgjafar Englands taka á móti Austurríki á heimavelli Manchester United, Old Trafford. Búist er við rúmlega 70 þúsund áhorfendum á leikinn, en aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á EM kvenna. Alls hafa um 500 þúsund miðar verið seldir á mótið. Það er rúmlega tvöfalt meira en seldist af miðum á EM í Hollandi árið 2017, en þá mættu rétt rúmlega 240 þúsund áhorfendur á völlinn. Um 700 þúsund miðar voru settir í sölu fyrir mótið og því er enn svigrúm til að bæta vel í áhorfendatölur. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að halda miðaverði lágu til að laða sem flesta að mótinu, sérstaklega fjölskyldufólk. Miðaverð er frá fimm til fimmtíu pund og fjögurra manna fjölskylda getur mætt á völlinn fyrir svo lítið sem þrjátíu pund, eða tæpar fimm þúsund krónur. 🎟️ Nadine Kessler on #WEURO2022 ticket sales: "We're at 517,000 tickets now a day before the opening. Who would have thought that for a women's tournament? That's simply fantastic and shows how high our expectation is." pic.twitter.com/4CLjpddAVE— UEFA (@UEFA) July 5, 2022 Eins og áður segir fer opnunarleikur mótsins fram í kvöld þegar England og Austurríki eigast við á Old Trafford fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur. Það verður fyrsti leikurinn af 31 sem spilaður verður á mótinu, en 16 lið munu berjast um Evrópumeistaratitilinn á „stærsta íþróttaviðburði kvenna í sögunni í Evrópu“ eins og Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA orðar það. „Við getum ekki beðið eftir að boltinn byrji að rúlla,“ sagði Kessler, en þessir 500 þúsund miðar sem nú þegar hafa verið keyptir, hafa verið keyptir í 99 löndum. „Hverjum hefði dottið það í hug á Evrópumóti kvenna? Þetta er algjörlega frábært og sýnir hversu háar væntingar við höfum og hvað það er sem við viljum ná fram.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Alls hafa um 500 þúsund miðar verið seldir á mótið. Það er rúmlega tvöfalt meira en seldist af miðum á EM í Hollandi árið 2017, en þá mættu rétt rúmlega 240 þúsund áhorfendur á völlinn. Um 700 þúsund miðar voru settir í sölu fyrir mótið og því er enn svigrúm til að bæta vel í áhorfendatölur. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að halda miðaverði lágu til að laða sem flesta að mótinu, sérstaklega fjölskyldufólk. Miðaverð er frá fimm til fimmtíu pund og fjögurra manna fjölskylda getur mætt á völlinn fyrir svo lítið sem þrjátíu pund, eða tæpar fimm þúsund krónur. 🎟️ Nadine Kessler on #WEURO2022 ticket sales: "We're at 517,000 tickets now a day before the opening. Who would have thought that for a women's tournament? That's simply fantastic and shows how high our expectation is." pic.twitter.com/4CLjpddAVE— UEFA (@UEFA) July 5, 2022 Eins og áður segir fer opnunarleikur mótsins fram í kvöld þegar England og Austurríki eigast við á Old Trafford fyrir framan rúmlega 70 þúsund áhorfendur. Það verður fyrsti leikurinn af 31 sem spilaður verður á mótinu, en 16 lið munu berjast um Evrópumeistaratitilinn á „stærsta íþróttaviðburði kvenna í sögunni í Evrópu“ eins og Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA orðar það. „Við getum ekki beðið eftir að boltinn byrji að rúlla,“ sagði Kessler, en þessir 500 þúsund miðar sem nú þegar hafa verið keyptir, hafa verið keyptir í 99 löndum. „Hverjum hefði dottið það í hug á Evrópumóti kvenna? Þetta er algjörlega frábært og sýnir hversu háar væntingar við höfum og hvað það er sem við viljum ná fram.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira