Fótbolti

Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jasmín Erla Ingadóttir segir Milos Milojevic hafa kennt sér að sussa. 
Jasmín Erla Ingadóttir segir Milos Milojevic hafa kennt sér að sussa.  Vísir/Hulda Margrét

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins.

Jasmín Erla segir að Milos Milojevic, þjálfari Malmö, hafi kennt henni og fleirum að sussa þegar hann kenndi henni íþróttir í Rimaskóla. 

Miðvallarleikmaður Stjörnunnar vandar svo moldóvska dómaranum ekki kveðju sína í tístinu sem sjá má hér að neðan. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.