Fótbolti

Sú besta meiddist á æfingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexia Putellas meiddist á æfingu með spænska landsliðinu í dag.
Alexia Putellas meiddist á æfingu með spænska landsliðinu í dag. Oscar J. Barroso/Getty Images

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims um þessar mundir, meiddist á landsliðsæfingu Spánar aðeins degi áður en Evrópumótið í Englandi hefst.

Það er vitað að um meiðsli á hné að ræða en hin 28 ára gamla Putellas, miðjumaður Spánarmeistara Barcelona, fór meidd af æfingu landsliðsins í dag. Spænska knattspyrnusambandið vill lítið gefa upp og hefur ekki sagt hversu lengi Putellas gæti verið frá.

Samkvæmt DAZN er Putellas tognuð á hné en spænska sambandið hefur gefið út að um álagsmeiðsli sé að ræða. Það er ljóst að um gríðarlegt högg er að ræða fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á mótinu. 

Þá er þetta mikið svekkelsi fyrir Putellas sjálfa sem hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna undanfarin misseri og unnið hvern titilinn á fætur öðrum með Barcelona.

Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.