Fótbolti

Davíð lék allan leikinn er Kalmar gerði jafntefli gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Davíð Kristjaán í leik með Álasund áður en hann gekk í raðir Kalmar.
Davíð Kristjaán í leik með Álasund áður en hann gekk í raðir Kalmar. Mynd/Heimasíða Álasund

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í vinstri bakverði hjá Kalmar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn botnliði Helsingborg.

Davíð og félagar tóku forystuna á 37. mínútu leiksins og fóru því með 0-1 forskot inn í hálfleikinn.

Lengst af leit út fyrir að liðið myndi sigla sigrinum heim, en heimamenn jöfnuðu metin á seinustu mínútut venjulegs leiktíma með marki af vítapunktinum.

Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Davíð og félagar sitja því áfram í sjötta sæti deildarinnar, nú með 20 stig. Helsingborg situr hins vegar sem fastast á botninum með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.