Við veljum okkur vini eftir lykt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2022 16:16 GettyImages Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur. Vísindi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur.
Vísindi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira