Fótbolti

Mal­mö tapaði ó­vænt gegn Sund­svall: Mæta Víkingum næst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Milos tókst ekki að ná í þrjú stig gegn Sundsvall í dag.
Milos tókst ekki að ná í þrjú stig gegn Sundsvall í dag. Milos Vujinovic/Getty Images

Sænska meistaraliðið Malmö tapaði nokkuð óvænt gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Það er ljóst að Malmö mætir sært til leiks er liðið fær Víking í heimsókn á þriðjudaginn kemur. Lærisveinar Miloš Milojević máttu þola leiðinlegt tap eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks er liðið heimsótti Sundsvall í dag.

Milojević, sem þjálfaði bæði Víking og Breiðablik hér á landi áður en hann hélt á vit ævintýranna, tók við Malmö fyrir yfirstandandi tímabil. Liðið hefur farið ágætlega af stað en betur má ef duga skal.

Eftir 13 leiki er liðið í 5. sæti með 21 stig, aðeins þremur minna en toppliðin tvö en þau eiga leik eða leiki til góða á lærisveina Milosar. Það sem verra er að aðeins var um þriðja sigur Sundsvall að ræða í þremur leikjum.

Það má því færa rök fyrir því að Víkingur eigi ágætis möguleika á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×