Fótbolti

Sex­tán ára strákur opnaði marka­reikninginn sinn í MLS með sigur­marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serge Ngoma fagnar hér sigurmarki sínu fyrir New York Red Bulls á móti Atlanta United á Red Bull Arena.
Serge Ngoma fagnar hér sigurmarki sínu fyrir New York Red Bulls á móti Atlanta United á Red Bull Arena. Getty/Ira L. Black

Serge Ngoma var í nótt yngsti leikmaðurinn til að skora mark í MLS-deildinni á tímabilinu.

Ngoma, sem er aðeins sextán ára gamall, skoraði þá sigurmark New York Red Bulls á móti Atlanta United.

Atlanta United hafði komist í 1-0 með marki Josef Martínez á 75. mínútu leiksins. Lewis Morgan jafnaði úr vítaspyrnu en Ngoma, sem kom inn á sem varamaður á 69. mínútu skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.

Ngoma stal boltanum af varnarmanni Atlanta United og skoraði af mikilli yfirvegun.

Þetta var fjórði leikur stráksins í bandarísku deildinni en hann er uppalinn hjá New York Red Bulls.

Ngoma fæddist 9. júlí 2005 og verður því sautján ára gamall á næstu dögum.

Það má sjá sigurmarkið hans hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×