„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 07:45 Jinping sagði „eitt ríki, tvö kerfi“ verða stefnu stjórnvalda gagnvart Hong Kong um ókomna tíð. AP/Selim Chtayti Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Mikil öryggisgæsla er í Hong Kong, þar sem Xi er staddur í heimsókn. Forsetinn lagði mikið upp úr því í ræðu sinni til að marka tímamótin að verja stefnu kínverskra stjórnvalda hvað varðar Hong Kong, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Eitt ríki, tvö kerfi“ stefnan gengur út á að Hong Kong tilheyri Kína og sé hluti af Kína en sé á sama tíma sjálfráð um ýmis málefni og að íbúar borgarinnar njóti ýmissa réttinda sem aðrir íbúar Kína njóta ekki, til að mynda tjáningarfrelsis og frelsis til að mótmæla. Fyrirkomulagið má rekja til samkomulags milli Breta og Kínverja og er fest í lög í Hong Kong. Samkomulagið gildir hins vegar aðeins til 2047, sem er nokkuð sem margir íbúar Hong Kong hafa nokkrar áhyggjur af. Xi sagði hins vegar í morgun að „eitt ríki, tvö kerfi“ þyrfti að verða hin opinbera stefna um ókomna tíð. Hann sagði kerfið hafa tryggt íbúum Hong Kong stöðugleika og öryggi í 25 ár, auk þess að vernda grundvallarhagsmuni Kína. Ekki eru allir á sama máli og Xi en aukin afskipti kínverskra stjórnvalda, meðal annars aðgerðir gegn tjáningarfrelsinu, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli meðal íbúa Hong Kong og vestrænna ríkja. Bretar hafa gengið svo langt að saka Kínverja um að hafa brotið gegn samkomulaginu. Kína Hong Kong Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Mikil öryggisgæsla er í Hong Kong, þar sem Xi er staddur í heimsókn. Forsetinn lagði mikið upp úr því í ræðu sinni til að marka tímamótin að verja stefnu kínverskra stjórnvalda hvað varðar Hong Kong, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Eitt ríki, tvö kerfi“ stefnan gengur út á að Hong Kong tilheyri Kína og sé hluti af Kína en sé á sama tíma sjálfráð um ýmis málefni og að íbúar borgarinnar njóti ýmissa réttinda sem aðrir íbúar Kína njóta ekki, til að mynda tjáningarfrelsis og frelsis til að mótmæla. Fyrirkomulagið má rekja til samkomulags milli Breta og Kínverja og er fest í lög í Hong Kong. Samkomulagið gildir hins vegar aðeins til 2047, sem er nokkuð sem margir íbúar Hong Kong hafa nokkrar áhyggjur af. Xi sagði hins vegar í morgun að „eitt ríki, tvö kerfi“ þyrfti að verða hin opinbera stefna um ókomna tíð. Hann sagði kerfið hafa tryggt íbúum Hong Kong stöðugleika og öryggi í 25 ár, auk þess að vernda grundvallarhagsmuni Kína. Ekki eru allir á sama máli og Xi en aukin afskipti kínverskra stjórnvalda, meðal annars aðgerðir gegn tjáningarfrelsinu, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli meðal íbúa Hong Kong og vestrænna ríkja. Bretar hafa gengið svo langt að saka Kínverja um að hafa brotið gegn samkomulaginu.
Kína Hong Kong Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira