Innlent

Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Áslaug Arna segir starfið ekki krefjast íslenskukunnáttu að mati ráðuneytisins. Það sé tölfræðistarf og starfsmaðurinn verði fyrst og fremst að vinna með tölur.
Áslaug Arna segir starfið ekki krefjast íslenskukunnáttu að mati ráðuneytisins. Það sé tölfræðistarf og starfsmaðurinn verði fyrst og fremst að vinna með tölur. vísir/bjarni

Ný­sköpunar­ráð­herra hefur aug­lýst starf til um­sóknar þar sem ekki er krafist ís­lensku­kunn­áttu sem ís­lensk mál­nefnd segir stangast á við lög. Ráð­herra vísar því á bug.

Þetta er í fyrsta skipti sem ís­lenskt ráðu­neyti gerir ekki kröfu um að starfs­maður sinn sé ís­lensku­mælandi.

„Já, mér skilst það. Þetta fékk góða at­hygli og okkur fanst þetta starf þess eðlis að það væri ekki þörf á slíku,“ segir Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra.

Starfið er nefni­lega starf töl­fræðings, eða öllu heldur „talna­spekings“ eins og segir í aug­lýsingu ráðu­neytisins.

Ei­ríkur Rögn­valds­son, prófessor emeritus í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Ís­lands, benti á það á Face­book í gær að lög um stöðu ís­lenskrar tungu kveði skýrt á um að ís­lenska sé hið opin­bera mál stjórn­valda og skuli notað hjá þeim. Starfs­aug­lýsingin brjóti gegn þessum lögum.

Vinna við tölur - ekki tungumál

Ráð­herrann vísar því á bug. Hér sé aug­lýst eftir töl­fræðingi sem þurfi að­eins að vinna með tölur - hann starfi ekki í texta­gerð fyrir ráðu­neytið.

„Ég tek auð­vitað undir mikil­vægi ís­lenskrar tungu en hér er ég að leita að á­kveðinni sér­hæfingu sem krefst ekki ís­lensku­kunn­áttu. Það sem hann [Ei­ríkur] kannski mis­skilur við aug­lýsinguna er að aðilinn er hvorki að vinna með ritað mál eða í sam­bandi við al­menning heldur er hann í töl­fræði,“ segir Ás­laug Arna.

Á Ís­landi séu yfir 50 þúsund er­lendir ríkis­borgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa að­gengi að störfum hjá hinu opin­bera,“ segir hún.

Sér ekki að hægt sé að vinna starfið án þess að kunna íslensku

Ís­lensk mál­nefnd segir lögin þó skýr og það sé hlut­verk stjórn­valda að hlúa að ís­lenskunni.

„Við höfum alltaf borið gæfu til þess að vinna í þágu ís­lenskrar tungu. Í þágu eflingu hennar og varð­veislu. Og þetta er svona alveg ný hugsun að þoka henni til hliðar fyrir starf á ensku. Þannig að ég veit ekki alveg hvort við séum ein­fald­lega til­búin undir þetta skref sem er þarna stigið með þessari aug­lýsingu,“ segir Eva María Jóns­dóttir, vara­for­maður Ís­lenskrar mál­nefndar.

Lögin séu skýr en þar segir: „Ís­lenska er mál Al­þingis, dóm­stóla, stjórn­valda, jafnt ríkis sem sveitar­fé­laga, skóla á öllum skóla­stigum og annarra stofnana sem hafa með höndum fram­kvæmdir og veita al­manna­þjónustu.“

Eva María er varaformaður Íslenskrar málnefndar.vísir/bjarni

Eva segir að þó við­komandi starfs­maður í ráðu­neytinu muni ekki starfa við að miðla upp­lýsingum til al­mennings eða mikið með texta sé mikil­vægt að ís­lenska sé töluð í stjórn­kerfinu.

„Það er rosa­lega erfitt að sjá að það sé hægt að vinna þetta starf án þess að kunna góða ís­lensku vegna þess að þarna er um teymis­vinnu að ræða. Og þá þarf náttúru­lega að gera ráð fyrir því að allir í teyminu séu til­búnir til þess að vinna á ensku,“ segir Eva María.

Ís­lensk tunga hafi hopað fyrir enskunni á ýmsum sviðum síðustu ár. Eva segir brýnt að berjast fyrir því að við­halda henni.

„Okkur sem vinnum með ís­lenska tungu finnst það. En við viljum samt ekki stinga höfðinu í sandinn og segja að við viljum ekki heyra neina ensku, enskan er auð­vitað sterkt tungu­mál. En við verðum að vera raun­sæ og tala um þetta. Og við verðum líka að vita að þetta er í okkar höndum og hafa svo­lítinn eld­móð og bar­áttu­gleði fyrir hönd okkar ör­tungu­máls, sem að er í raun og veru krafta­verk að sé til í dag,“ segir Eva María.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.