Heimsmeistaramót í dansi fer fram á Spáni þessa dagana en athygli vekur hversu góðu gengi nemendur dansskólans Danskompaní í Reykjanesbæ hafa átt að fagna.
Í gær unnu þau Jórunn og Valur Axel bronsverðlaun í flokknum Junior Duet/trios Jazz and Show Dance. Þau dönsuðu atriðið Muddy Waters sem samið var af Helgu Ástu Ólafsdóttur, skólastjóra Danskompanís.
-Danshópar frá Danskompaní hafa þegar unnið til gull- og silfurverðlauna á mótinu. Því er ekki furða að aðstandendur skólans spyrji sig á Facebook hvar ævintýrið endi.