Innlent

Dans­hópur úr Reykja­nes­bæ vann heims­meistara­titil

Árni Sæberg skrifar
Tuilfinningarnar báru sumar dansstelpurnar ofurliði þegar þær tóku við heimsmeistaraverðlaunum.
Tuilfinningarnar báru sumar dansstelpurnar ofurliði þegar þær tóku við heimsmeistaraverðlaunum. Danskompaní

Hópur ungra dansara úr dansskólanum Danskompaní í Reykjanesbæ vann rétt í þessu til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni.

Hópurinn keppti í flokknum Children Small Group Song & Dance, eða dans og söngflokki fyrir börn í litlum hópum.

Dansararnir sem skipa hópinn eru: Aðalbjörg Ósk, Andrea Ísold, Bryndís Björk, Emma Rún, Freyja Marý, Heiðrún Lind, Katla Dröfn, Rebekka Dagbjört, Sonja Rós og Valgerður Pálína og danshöfundur er Elma Rún. Atriðið heitir Yfir Vestfirðina.

Danskompaní greinir frá sigrinum á Facebooksíðu sinni.

Það eru allir í sjokki, við erum ótrúlega stolt og við erum bara að ná okkur niður á jörðina. Þetta er alveg þvílíkt flottur árangur. Við erum algjörlega að rifna úr stolti,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi Danskompanís, í samtali við Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×