Innlent

Enn sanka dansarar úr Reykja­nes­bæ að sér verð­launum

Árni Sæberg skrifar
Valur Axel og Jórunn fögnuðu bronsverðlaununum innilega.
Valur Axel og Jórunn fögnuðu bronsverðlaununum innilega. Danskompaní

Dansarar úr Reykjanesbæ virðast ekki geta hætt að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi á Spáni. Í gær vann danspar í eldri flokki til bronsverðlauna.

Heimsmeistaramót í dansi fer fram á Spáni þessa dagana en athygli vekur hversu góðu gengi nemendur dansskólans Danskompaní í Reykjanesbæ hafa átt að fagna.

Í gær unnu þau Jórunn og Valur Axel bronsverðlaun í flokknum Junior Duet/trios Jazz and Show Dance. Þau dönsuðu atriðið Muddy Waters sem samið var af Helgu Ástu Ólafsdóttur, skólastjóra Danskompanís.

-Danshópar frá Danskompaní hafa þegar unnið til gull- og silfurverðlauna á mótinu. Því er ekki furða að aðstandendur skólans spyrji sig á Facebook hvar ævintýrið endi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.