Talið nauðsynlegt að breyta umdeildu ákvæði í kosningalögunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 08:47 Kosið var eftir nýjum kosningalögum í fyrsta skipti í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gera breytingar á nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru sagðar hafa varpað ljósi á ýmislegt sem betur mætti fara. Nauðsynlegt er talið að breyta umdeildu ákvæði um hæfi kjörstjórna. Frestur til að gera athugasemdir og senda inn tillögur til dómsmálaráðuneytisins um það sem betur má fara í lögunum rennur út á morgun. Í samráðsgátt stjórnvalda er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra. Ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Í 18. grein laganna, þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna, segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þetta varð til þess að kjörstjórnir víða um land lentu í stökustu vandræðum með að manna kjörstjórnir, líkt og fjallað var um á Vísi í aðdraganda kosninganna. Átti þetta sérstaklega við í minni sveitarfélögum. Skýringarmynd sem sýnir hvað gerir kjörstjórnarmann vanhæfan samkvæmt gildandi kosningalögum. Þannig þurfti reynslumiklir kjörstjórnarmenn að víkja. Á Akranesi þurfti til dæmis allir aðalmenn í kjörstjórn að víkja sæti vegna fyrrgreindra tengsla við frambjóðendur. Sem fyrr segir er talið nauðsynlegt að bregðast við þessu og er stefnt að því að gera breytingar á kosningalögunum. Frestur til að gera athugasemd eða senda inn tillögu rennur út á morgun. Nú þegar hafa þrettán athugasemdir borist, þar á meðal frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem því er fagnað að til standi að breyta ákvæðinu um hæfi kjörstjórna. Í umsögn sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar, sem byggð er á ábendingum frá yfirkjörstjórn sveitarfélagsins, segir að líklega hafi það komið öllum á óvart hversi margir urðu vanhæfir vegna umrædds ákvæðis. Í Fjarðarbyggð hafi um 42 prósent af aðal- og varamönnum verið vanhæf, þar af fimm af átta formönnum kjörstjórna. Senda má inn umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Fresturinn rennur sem fyrr segir út á morgun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Frestur til að gera athugasemdir og senda inn tillögur til dómsmálaráðuneytisins um það sem betur má fara í lögunum rennur út á morgun. Í samráðsgátt stjórnvalda er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra. Ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Í 18. grein laganna, þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna, segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þetta varð til þess að kjörstjórnir víða um land lentu í stökustu vandræðum með að manna kjörstjórnir, líkt og fjallað var um á Vísi í aðdraganda kosninganna. Átti þetta sérstaklega við í minni sveitarfélögum. Skýringarmynd sem sýnir hvað gerir kjörstjórnarmann vanhæfan samkvæmt gildandi kosningalögum. Þannig þurfti reynslumiklir kjörstjórnarmenn að víkja. Á Akranesi þurfti til dæmis allir aðalmenn í kjörstjórn að víkja sæti vegna fyrrgreindra tengsla við frambjóðendur. Sem fyrr segir er talið nauðsynlegt að bregðast við þessu og er stefnt að því að gera breytingar á kosningalögunum. Frestur til að gera athugasemd eða senda inn tillögu rennur út á morgun. Nú þegar hafa þrettán athugasemdir borist, þar á meðal frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem því er fagnað að til standi að breyta ákvæðinu um hæfi kjörstjórna. Í umsögn sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar, sem byggð er á ábendingum frá yfirkjörstjórn sveitarfélagsins, segir að líklega hafi það komið öllum á óvart hversi margir urðu vanhæfir vegna umrædds ákvæðis. Í Fjarðarbyggð hafi um 42 prósent af aðal- og varamönnum verið vanhæf, þar af fimm af átta formönnum kjörstjórna. Senda má inn umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Fresturinn rennur sem fyrr segir út á morgun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45
Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59