Fótbolti

Hólmbert skaut Lillestrøm í 16-liða úrslit | Öruggt hjá Bjarna og félögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson tryggði Lillestrøm sigurinn í dag.
Hólmbert Aron Friðjónsson tryggði Lillestrøm sigurinn í dag. vísir/Getty

Sjö leikir fóru fram í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark leiksins er Lillestrøm vann 1-0 sigur gegn Ålesund og Bjarni Antonsson var í byrjunarliði Start sem vann öruggan 0-3 útisigur gegn Moss.

Hólmbert skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks og sá þar með til þess að Lillestrøm er á leið í 16-liða úrslit norsku bikarkeppninnar. Um var að ræða úrvalsdeildarslag þar sem Hólmbert og félagar tróna á toppnum, en Ålesun situr í áttunda sæti.

Þá var Bjarni Antonsson í byrjunarliði Start sem tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með góðum 0-3 útisgiri gegn Moss. Bjarni var tekinn af velli á 68. mínútu, en þá var staðan þegar orðin 0-3. Bjarni og félagar sitja í áttunda sæti norsku B-deildarinnar, en Moss trónir á toppnum í C-deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.