Innlent

Sneru við til Reykja­víkur nokkrum mínútum fyrir lendingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þoka hefur legið yfir Eyjarfirði í morgun.
Þoka hefur legið yfir Eyjarfirði í morgun. Vísir/Tryggvi

Flugvél Icelandair á leið til Akureyrar í morgun var snúið nokkrum mínútum fyrir lendingu á Akureyri. Veðurskilyrði reyndust erfið á flugvellinum.

Sjá má á vef Flight Radar að vélin var í aðflugi að Akureyrarflugvelli og átti aðeins um tíu kílómetra eftir þegar tekin var ákvörðun um að snúa flugvélinni við og halda aftur til Reykjavíkur.

Vélin tók að hækka sig á loft á ný yfir Hrafnagili, um tíu kílómetrum frá Akureyrarflugvelli.Flight Radar

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair var tekin ákvörðun um að halda aftur til Reykjavíkur vegna slæmra veðurskilyrða á Akureyrarflugvelli. Fylla átti vélina af eldsneyti á Reykjavíkurflugvelli og halda aftur af stað til Akureyrar.

Nokkur þoka hefur legið yfir Eyjafirði núna í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.