Með Vålerenga spila íslensku landsliðsmennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson.
Vålerenga liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni og hefur ekki fagnað sigri síðan 8. maí síðastliðinn.
Vålerenga ansetter mental trener https://t.co/xu75j6s1pT
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 28, 2022
Viðar Örn skoraði í síðasta sigurleik liðsins sem var á móti Sandefjord. Hann hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum en hefur ekki verið í hóp í undanförnum tveimur leikjum. Brynjar Ingi var á bekknum í báðum þessum leikjum eftir að hafa verið fastur maður í byrjunarliðinu fram að því.
Þessi hræðilega byrjun á tímabilinu hefur kallað á aðgerðir og nú er svo komið að félagið hefur ráðið sér íþróttasálfræðing sem mun reyna að rífa menn í gang.
Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Vålerenga, staðfesti þetta i samtali við NRK.
„Þetta er það rétta í stöðunni og mikilvægt fyrir svona ungt lið. Það verður mjög jákvætt fyrir hópinn að fá meiri hugarþjálfun,“ sagði Dag-Eilev Fagermo.
Það er reyndar ekki búið að nafngreina nýja þjálfarann samkvæmt fréttum norsku fjölmiðlanna.
Vålerenga er í fjórtándi sæti í deildinni. Liðið hefur verið að missa menn því varnarmaðurinn Kjetil Haug er á leið til Toulouse í Frakklandi og miðjumaðurinn Ivan Näsberg sem og kantmennirnir Aron Dønnum og Taofeek Ismaheel eru líka á förum.
Næsti leikur hjálpar liðinu þó ekki í deildinni því það er bikarleikur á móti Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt í dag. Bodö/Glimt hefur unnið norska titilinn undanfarin tvö tímabil en vann síðast bikarinn árið 1993.