Viðar Örn, Brynjar Ingi og félagar fá hjálp íþróttasálfræðings Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 12:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki fyrir íslenska landsliðið með því að stinga puttunum í eyrun. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Það er óhætt að segja að lítið hafi gengið hjá Íslendingaliðinu Vålerenga að undanförnu í norsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Með Vålerenga spila íslensku landsliðsmennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson. Vålerenga liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni og hefur ekki fagnað sigri síðan 8. maí síðastliðinn. Vålerenga ansetter mental trener https://t.co/xu75j6s1pT— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 28, 2022 Viðar Örn skoraði í síðasta sigurleik liðsins sem var á móti Sandefjord. Hann hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum en hefur ekki verið í hóp í undanförnum tveimur leikjum. Brynjar Ingi var á bekknum í báðum þessum leikjum eftir að hafa verið fastur maður í byrjunarliðinu fram að því. Þessi hræðilega byrjun á tímabilinu hefur kallað á aðgerðir og nú er svo komið að félagið hefur ráðið sér íþróttasálfræðing sem mun reyna að rífa menn í gang. Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Vålerenga, staðfesti þetta i samtali við NRK. „Þetta er það rétta í stöðunni og mikilvægt fyrir svona ungt lið. Það verður mjög jákvætt fyrir hópinn að fá meiri hugarþjálfun,“ sagði Dag-Eilev Fagermo. Það er reyndar ekki búið að nafngreina nýja þjálfarann samkvæmt fréttum norsku fjölmiðlanna. Vålerenga er í fjórtándi sæti í deildinni. Liðið hefur verið að missa menn því varnarmaðurinn Kjetil Haug er á leið til Toulouse í Frakklandi og miðjumaðurinn Ivan Näsberg sem og kantmennirnir Aron Dønnum og Taofeek Ismaheel eru líka á förum. Næsti leikur hjálpar liðinu þó ekki í deildinni því það er bikarleikur á móti Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt í dag. Bodö/Glimt hefur unnið norska titilinn undanfarin tvö tímabil en vann síðast bikarinn árið 1993. Norski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Með Vålerenga spila íslensku landsliðsmennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson. Vålerenga liðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu tólf leikjum sínum í deildinni og hefur ekki fagnað sigri síðan 8. maí síðastliðinn. Vålerenga ansetter mental trener https://t.co/xu75j6s1pT— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 28, 2022 Viðar Örn skoraði í síðasta sigurleik liðsins sem var á móti Sandefjord. Hann hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum en hefur ekki verið í hóp í undanförnum tveimur leikjum. Brynjar Ingi var á bekknum í báðum þessum leikjum eftir að hafa verið fastur maður í byrjunarliðinu fram að því. Þessi hræðilega byrjun á tímabilinu hefur kallað á aðgerðir og nú er svo komið að félagið hefur ráðið sér íþróttasálfræðing sem mun reyna að rífa menn í gang. Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Vålerenga, staðfesti þetta i samtali við NRK. „Þetta er það rétta í stöðunni og mikilvægt fyrir svona ungt lið. Það verður mjög jákvætt fyrir hópinn að fá meiri hugarþjálfun,“ sagði Dag-Eilev Fagermo. Það er reyndar ekki búið að nafngreina nýja þjálfarann samkvæmt fréttum norsku fjölmiðlanna. Vålerenga er í fjórtándi sæti í deildinni. Liðið hefur verið að missa menn því varnarmaðurinn Kjetil Haug er á leið til Toulouse í Frakklandi og miðjumaðurinn Ivan Näsberg sem og kantmennirnir Aron Dønnum og Taofeek Ismaheel eru líka á förum. Næsti leikur hjálpar liðinu þó ekki í deildinni því það er bikarleikur á móti Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt í dag. Bodö/Glimt hefur unnið norska titilinn undanfarin tvö tímabil en vann síðast bikarinn árið 1993.
Norski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira