Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2022 07:00 Hans Jakob Pálsson, Kristján Þorsteinsson og Sævar Pétursson voru þvingaðir af blaðamanni til að stilla sér upp á einni mynd á milli verka. Þeir áttu enn nokkuð verk óunnið en höfðu engar áhyggjur af því enda vanir menn. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta. Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta.
Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira