Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 12:51 Teikning sem sýnir stoppistöð við Hamraborg, sem er á dagskrá fyrstu lotu Borgarlínunnar. Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025. Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025.
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira