Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert Snorri Másson skrifar 27. júní 2022 11:58 Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri Ölfuss frá 2018 og var endurráðinn nú eftir síðustu kosningar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar. Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins. Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins.
Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira