Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á slaginu 12.
Á slaginu 12.

Rússar vörpuðu sprengjum á Kænugarð í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við ræðum við Íslending í borginni sem er langþreyttur á stríðinu. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman á mikilvægum fundi í dag. Við fjöllum um stöðu mála í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá segjum við frá því að mikið mæddi á lögreglu í gærkvöldi; sérsveit var kölluð út í Grafarvogi og hætta skapaðist þegar ræningi flúði lögreglu á bíl.

Við tökum einnig stöðuna á skotárásinni í Osló í fyrrinótt en maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum.

Prófessor í íslensku hvetur Íslendinga til að sýna útlendingum sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim þolinmæði. Hann var ánægður með ávarp fjallkonunnar í ár sem flutti íslenskt ljóð á þjóðhátíðardaginn með sterkum pólskum hreim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.