Innlent

Alls konar íslenska og kvótakerfið í Sprengisandi

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur í stjórn Kristjáns Kristjánssonar hefst klukkan 10.
Sprengisandur í stjórn Kristjáns Kristjánssonar hefst klukkan 10.

Rætt verður um alls konar íslensku, réttu leiðina í landbúnaðarmálum, hvað teljist eðlilegt afgjald fyrir aðgang að fiskimiðum og börn sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus fjallar um allskonar íslensku og hvort hún eigi alltaf við, líka í ávarpi fjallkonunnar.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og varaþingmaður takast á um réttu leiðina í landbúnaðarmálum á styrjaldartímum.

Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS takast á um eðlilegt afgjald fyrir aðgang að sjávarauðlindinni - er það 40 milljarðar, 60 milljarðar eða margfalt minna?

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi verður síðasti gestur minn. Eins og stundum áður ræðum við hlutskipti barna í Reykjavík sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Hann er í loftinu frá klukkan rúmlega 10:00 og fram að hádegisfréttum klukkan 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×