Framsókn fer enn með himinskautum Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2022 19:57 Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira