Innlent

Play fagnar ári í há­loftunum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Play hefur flogið með yfir 320 þúsund farþega frá því félagið hóf að fljúga fyrir ári síðan.
Play hefur flogið með yfir 320 þúsund farþega frá því félagið hóf að fljúga fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm

Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag.

Fyrir ári störfuðu rúmlega hundrað áhafnarmeðlimir hjá PLAY og um sextíu starfsmenn á skrifstofunni. Þá voru áfangastaðir félagsins sex til að byrja með en þeim hefur nú fjölgað í 25 talsins. Starfsmönnum félagsins hefur einnig fjölgað og eru þeir orðnir í kringum 300 í dag.

Í tilkynningu frá Play kemur fram að á fyrstu sex mánuðum félagsins hafi yfir 100.000 manns flogið með PLAY í yfir þúsund flugferðum. Sætanýting á tímabilinu hafi verið 53,2% sem teldist ágætt í ljósi krefjandi aðstæðna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Eins og staðan er í dag hefur PLAY flogið með um 320 þúsund manns.

„Það er í raun ótrúlegt hvað við höfum náð að gera á þessu eina ári frá því að við fórum í fyrstu flugferðina. Ekkert af þessu hefði verið hægt án þess metnaðarfulla starfsfólks sem starfar hjá PLAY. Það gleður mig að sjá að áform okkar um að bjóða ávallt lægra verð sé að virka og ég túlka það sem gríðarlegt traust frá markaðnum að um 320.000 manns hafi kosið að taka þátt og fljúga með okkur á þessu eina ári. Það eru næstum jafn margir fólksfjöldinn á Íslandi. Þetta ár hefur verið ár stórra sigra hjá PLAY og ég hlakka til að vinna áfram með samstarfsfólki mínu í PLAY-liðinu við að mæta nýjum áskorunum og halda áfram sigurgöngunni um ókomna framtíð,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, í fréttatilkynningu félagsins.


Tengdar fréttir

Play hefur miðasölu vestur um haf

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×