Play hefur miðasölu vestur um haf Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 11:04 Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. Frá þessu segir í frétt Boston Globe. Þar er rætt við Birgi Jónsson forstjóra þar sem hann segir að félagið muni bæta við fleiri áfangastöðum í Norður-Ameríku þegar fram líður. Í tilkynningu frá Play, sem send var á fjölmiðla á tólfta tímanum, segir að félagið muni fljúga til Logan-flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar, milli Baltimore og Washington. Play hafi nú fengið öll tilskilin leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna frá bandarískum flugmálayfirvöldum. „Þessi áfangi er afar þýðingarmikill fyrir PLAY því nú tekur við næsti kafli í sögu félagsins með því að bæta við tengifarþegum yfir Atlantshafið og stækka markaðssvæði PLAY. Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu. Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en til viðbótar við fyrrgreinda áfangastaði flýgur PLAY til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Bologna, Gran Canaria, Lissabon, Madríd, Malaga, Mallorca, Prag, Salsburg, Stuttgart og Tenerife. PLAY mun notast við sex nýjar Airbus A320neo og A321neo flugvélar næsta sumar. Airbus A320 fjölskyldan hentar rekstri PLAY sérstaklega vel. Stærð og drægni vélanna gera PLAY kleift að þjónusta stærri og minni markaði, nær og fjær, og þá eru þær sparneytnar á eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Vilhelm Síðustu mánuðir krefjandi Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé hreint út sagt magnað að horfa upp á árangur félagsins, nú þegar það hafi náð því markmiði sínu að hefja sölu á flugi til Bandaríkjanna. „Síðustu mánuðir hafa verið virkilega krefjandi á þessum óvissutímum sem stafa af kórónuveirufaraldrinum og við værum aldrei komin á þennan stað nema með ótrúlegu baráttuþreki starfsfólks Play sem hefur aldrei látið deigan síga. Þá er ég afskaplega stoltur af því að áætlanir um stækkun leiðakerfis okkar hafi gengið upp í þessu árferði. Árangurinn er öflugt flugfélag sem mun bjóða Íslendingum ódýrari valkost í flugi til Bandaríkjanna. Við finnum fyrir miklum ferðahug, bæði hér á landi og erlendis, en kannanir sýna að tveir þriðju Bandaríkjamanna eru að skipuleggja næsta frí með erlenda áfangastaði efst í huga. Nú getum við loksins boðið flug til og frá Boston og Washington D.C. þannig að ferðalangar geta komist til Íslands og yfir Atlantshafið á viðráðanlegu verði og notið dvalarinnar á áfangastað án þess að þurfa eyða of miklu til að komast þangað,“ er haft eftir Birgi. Í samtalinu við Boston Globe er rætt um örlög WOW air sem einnig hafi flogið til Boston og líkindin við Play. Segir Birgir að módel WOW hafi gengið mjög vel þar til að félagið hafi byrjað að fljúga á vesturströnd Bandaríkjanna. Segir hann að WOW hafi byrja að nota stærri vélar, meðal annars byrjað að fljúga meðal til Indlands og Ísraels og í raun eyðilagt viðskiptamódel sem var búið að sanna sig. Play Fréttir af flugi Ferðalög Bandaríkin Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Frá þessu segir í frétt Boston Globe. Þar er rætt við Birgi Jónsson forstjóra þar sem hann segir að félagið muni bæta við fleiri áfangastöðum í Norður-Ameríku þegar fram líður. Í tilkynningu frá Play, sem send var á fjölmiðla á tólfta tímanum, segir að félagið muni fljúga til Logan-flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar, milli Baltimore og Washington. Play hafi nú fengið öll tilskilin leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna frá bandarískum flugmálayfirvöldum. „Þessi áfangi er afar þýðingarmikill fyrir PLAY því nú tekur við næsti kafli í sögu félagsins með því að bæta við tengifarþegum yfir Atlantshafið og stækka markaðssvæði PLAY. Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu. Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en til viðbótar við fyrrgreinda áfangastaði flýgur PLAY til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Bologna, Gran Canaria, Lissabon, Madríd, Malaga, Mallorca, Prag, Salsburg, Stuttgart og Tenerife. PLAY mun notast við sex nýjar Airbus A320neo og A321neo flugvélar næsta sumar. Airbus A320 fjölskyldan hentar rekstri PLAY sérstaklega vel. Stærð og drægni vélanna gera PLAY kleift að þjónusta stærri og minni markaði, nær og fjær, og þá eru þær sparneytnar á eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Birgir Jónsson er forstjóri Play.Vísir/Vilhelm Síðustu mánuðir krefjandi Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé hreint út sagt magnað að horfa upp á árangur félagsins, nú þegar það hafi náð því markmiði sínu að hefja sölu á flugi til Bandaríkjanna. „Síðustu mánuðir hafa verið virkilega krefjandi á þessum óvissutímum sem stafa af kórónuveirufaraldrinum og við værum aldrei komin á þennan stað nema með ótrúlegu baráttuþreki starfsfólks Play sem hefur aldrei látið deigan síga. Þá er ég afskaplega stoltur af því að áætlanir um stækkun leiðakerfis okkar hafi gengið upp í þessu árferði. Árangurinn er öflugt flugfélag sem mun bjóða Íslendingum ódýrari valkost í flugi til Bandaríkjanna. Við finnum fyrir miklum ferðahug, bæði hér á landi og erlendis, en kannanir sýna að tveir þriðju Bandaríkjamanna eru að skipuleggja næsta frí með erlenda áfangastaði efst í huga. Nú getum við loksins boðið flug til og frá Boston og Washington D.C. þannig að ferðalangar geta komist til Íslands og yfir Atlantshafið á viðráðanlegu verði og notið dvalarinnar á áfangastað án þess að þurfa eyða of miklu til að komast þangað,“ er haft eftir Birgi. Í samtalinu við Boston Globe er rætt um örlög WOW air sem einnig hafi flogið til Boston og líkindin við Play. Segir Birgir að módel WOW hafi gengið mjög vel þar til að félagið hafi byrjað að fljúga á vesturströnd Bandaríkjanna. Segir hann að WOW hafi byrja að nota stærri vélar, meðal annars byrjað að fljúga meðal til Indlands og Ísraels og í raun eyðilagt viðskiptamódel sem var búið að sanna sig.
Play Fréttir af flugi Ferðalög Bandaríkin Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira