Með sigrinum lyfti Tindastóll sér upp fyrir HK sem sat í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins. Tindastóll er nú með 19 stig eftir átta leiki, jafn mörg og FH sem trónir á toppnum. FH-ingar eiga þó leik til góða og eru með betri markatölu.
Þá vann Fjölnir mikilvægan 1-2 útisigur gegn Haukum í uppgjöri botnliðana. Fjölnir er nú með fjögur stig í næst neðsta sæti eftir átta leiki, einu stigi meira en Haukar sem reka lestina.