Þetta eru heitustu pottarnir á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2022 20:00 Samkvæmt gagnaöflun fréttastofu eru heitustu pottarnir í Laugardalslaug og á Seltjarnarnesi þeir heitustu á höfuðborgarsvæðinu - og sá heitasti í Vesturbæjarlaug fylgir fast á hæla þeirra. Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna. „Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5 Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira