Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les fréttirnar í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttirnar í kvöld. Vísir

Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var með riffli á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar.

Við sýnum frá vettvangi og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Við ræðum við seðlabankastjóra sem leggur mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.

Starfsgreinasambandið skilaði í dag kröfugerð fyrir hönd þúsunda launamanna. Formaður sambandsins varar við átökum á vinnumarkaði verði kröfum þeirra ekki mætt.

Við fylgjumst einnig með fyrstu hvalbátunum sigla úr höfn í morgun og kíkjum á Smámunasafnið – þar sem finna má um fimmtíu þúsund smámuni.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×