Innlent

Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann

Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Bíll mannsins sem skotið var á. Ungur sonur hans var með honum í bílnum.
Bíll mannsins sem skotið var á. Ungur sonur hans var með honum í bílnum. Vísir/Vilhelm

Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps.

Eigandi annars bílsins sem skotið var á segir fréttastofu að hann hafi verið á leið með sex ára gamlan son sinn á leikskóla þegar byssukúlur hæfðu bílinn. Hann vildi ekki koma undir nafni eða tjá sig að öðru leyti. Uppákoma hafi verið mikið áfall. Feðgarnir búa ekki við Miðvang.

Vopnaðir sérsveitarmenn sátu um blokkina að Miðvangi 41 þar sem byssumaðurinn var lokaður inni í íbúð í tæpa fjóra tíma í morgun og fram yfir hádegi. Umsátrinu lauk loks þegar maðurinn gafst upp og var handtekinn.

Bílarnir sem hann skaut á voru á bílastæði á milli blokkarinnar og leikskólans Víðivalla. Sautján börn og tuttugu og einn starfsmaður var mættur þegar umsátrið hófst í morgun. Þeim var haldið innandyra á meðan á því stóð.

Lögreglan staðfesti að skotárásin yrði rannsökuð sem tilraun til manndráps. Í tilkynningu kemur fram að hinn bíllinn sem skotið var á hafi verið mannlaus. Mikil mildi þyki að ekki hafi farið verr.

Rannsókn málsins er sögð á frumstigi og ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggi ekki fyrir.


Tengdar fréttir

Maður í bílnum sem skotið var á

Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×