Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið sem verið hefur í norðurbæ Hafnarfjarðar síðan í morgun.

Svo virðist sem maður hafi þar skotið á bifreið á bílastæði fjölbýlishúss. Hann fór síðan inn í íbúð í blokkinni og hefur mikið lið lögreglu setið um húsið síðan. 

Þá verður rætt við Seðlabankastjóra um vaxtastigið en peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka meginvexti bankans um eina prósentu, annað skiptið í röð. 

Einnig fjöllum við um kröfugerð SGS fyrir komandi kjarasamninga sem kynnt var í morgun og ræðum við borgarfulltrúa sem vill að borgin fari að fordæmi yfirvalda í Helsinki og fjölgi félagslegum íbúðum og víkki út skilyrði þannig að fleiri geti nýtt sér slík úrræði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×