„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 22. júní 2022 11:45 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri en bankinn birti svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð í dag. Vísir/Vilhelm Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. Stýrivextir voru áður 3,75 prósent og standa því nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Hækkunin er meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og spáðu bæði Íslandsbanki og Landsbanki að vextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast skarpt við verðbólgu sem hækkar enn og mælist nú 7,6 prósent. „Við teljum að það sé betra að bregðast fljótt við og þá vonandi getum við fremur lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Hann telur heimilin standa ágætlega til að ráða við hækkunina. „En ég skal taka fram að við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að fara vera til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum. Þannig að þegar kemur að næstu kjarasamningum er hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér.“ Seðlabankastjóri kallar eftir auknu framboði á fasteignamarkaði.vísir/Vilhelm Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í verðbólgunni og Ásgeri segir nauðsynlegt að auka framboð á markaði. „Það bara vantar eignir. Seðlabankinn getur ekki eytt þessu vandamáli. Við getum aðeins reynt að hægja á markaðnum til þess að fólk sé ekki að fara fram úr sér.“ Peningastefnunefnd telur líklegt að vextir verði hækkaðir enn frekar og munu ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skipta miklu um hversu hátt þeir þurfi að fara. Þá er búist við aukinni verðbólgu en Ásgeir telur afar ólíklegt að hún fari upp í tveggja stafa tölu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hækkunin hafi verið viðbúin. „Þess vegna höfum við nú þegar brugðist við í þessu ríkisfjármálalega samhengi og erum með aðgerðir í undirbúningi vegna húsnæðisverðshækkana og viljum auka framboð. En ég hef trú á því að við getum náð tökum á þessari stöðu.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Stýrivextir voru áður 3,75 prósent og standa því nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm ár. Hækkunin er meiri en markaðsaðilar höfðu búist við og spáðu bæði Íslandsbanki og Landsbanki að vextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast skarpt við verðbólgu sem hækkar enn og mælist nú 7,6 prósent. „Við teljum að það sé betra að bregðast fljótt við og þá vonandi getum við fremur lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Hann telur heimilin standa ágætlega til að ráða við hækkunina. „En ég skal taka fram að við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að fara vera til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum. Þannig að þegar kemur að næstu kjarasamningum er hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér.“ Seðlabankastjóri kallar eftir auknu framboði á fasteignamarkaði.vísir/Vilhelm Hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í verðbólgunni og Ásgeri segir nauðsynlegt að auka framboð á markaði. „Það bara vantar eignir. Seðlabankinn getur ekki eytt þessu vandamáli. Við getum aðeins reynt að hægja á markaðnum til þess að fólk sé ekki að fara fram úr sér.“ Peningastefnunefnd telur líklegt að vextir verði hækkaðir enn frekar og munu ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skipta miklu um hversu hátt þeir þurfi að fara. Þá er búist við aukinni verðbólgu en Ásgeir telur afar ólíklegt að hún fari upp í tveggja stafa tölu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að hækkunin hafi verið viðbúin. „Þess vegna höfum við nú þegar brugðist við í þessu ríkisfjármálalega samhengi og erum með aðgerðir í undirbúningi vegna húsnæðisverðshækkana og viljum auka framboð. En ég hef trú á því að við getum náð tökum á þessari stöðu.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira