Innlent

Sá ekki börnin koma aðvífandi á rafmagnshlaupahjólum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Betur fór en á horfðist.
Betur fór en á horfðist. Vísir/Getty

Það var heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, fyrir utan tilkynningu sem barst um klukkan hálf ellefu þar sem greint var frá umferðarslysi í Kópavogi.

Þar reyndist ökumaður hafa verið að aka yfir gangbraut og ekki séð tvo drengi sem komu þar að á rafmagnshlaupahjólum. Afleiðingarnar voru þær að annar piltanna, sem voru 15 og 16 ára gamlir, ók á hlið bifreiðarinnar.

Sem betur fer kenndi hann sér ekki meins en forráðamönnum drengjanna var gert viðvart.

Lögregla stöðvaði þrjá í umferðinni í gær; tvo sem grunaðir eru um ölvun við akstur og einn sem er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×