Vilja fleiri frá París og nágrenni í lið sitt á næstu árum Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2022 07:01 Nasser Al-Khelaifi vill breyta um kúrs hjá PSG. Vísir/Getty Forráðamenn Paris Saint-Germain hyggjast breyta um stefnu sína í leikmannakaupum á komandi keppnistímabilum en félagið þokast í átt að samkomulagi við Christophe Galtier, þjálfara Nice, um taka við liðinu af Mauricio Pohettino sem látinn var taka pokann sinn á dögunum. Galtier, sem er 55 ára gamalll, gerði Lille að frönskum meisturum vorið 2021 og tók svo við stjórnartaumunum hjá Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku efstu deildarinnar undir hans stjórn á nýlokinni leiktíð. Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir félagið hafa hug á því að stilla upp liði með eingöngu leikmönnum frá Parísarsvæðinu í náinni framtíð. „Við viljum hafa í okkar röðum leikmenn sem elska félagið og hafa brennandi ástríðu fyrir PSG. Við leitum að leikmönnum sem elska að berjast og vinna," segir Khelaifi. „Þýðir þetta að tími stórstjarna með stjörnuljóma sé liðinn. Ekkert endilega. Neymar er skýrt dæmi um svokallaðan bling-bling leikmann. Ég er ekki að útiloka að Neymar og aðrar stjörnu liðsins eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu en þeir verða að leggja mun meira að mörkum en þeir gerðu á síðasta tímabili," segir forsetinn og sendir skýr skilaboð til leikmanna sinna. „Það verða breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar og á næstu misserum. Þeir leikmenn sem eru ekki að að róa í sömu átt og tilbúnir að leggja allt í sölurnar mega fara. Markmið mitt er að mynda lið skipað leikmönnum frá París. Það eru fjölmargir einkar hæfileikaríkir leikmenn frá Parísarsvæðinu og bestu leikmenn borgarinnar og nágrenni hennar verðskulda það að spila með PSG. Þetta mun taka tíma en þetta er það sem við stefnum að," segir Khelaifi sem skipti um yfirmann knattspyrnumála nýverið. Luis Campos, sem sinnt hefur sama starfi hjá Mónakó og Lille tók við af Leonardo. Franski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Galtier, sem er 55 ára gamalll, gerði Lille að frönskum meisturum vorið 2021 og tók svo við stjórnartaumunum hjá Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku efstu deildarinnar undir hans stjórn á nýlokinni leiktíð. Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir félagið hafa hug á því að stilla upp liði með eingöngu leikmönnum frá Parísarsvæðinu í náinni framtíð. „Við viljum hafa í okkar röðum leikmenn sem elska félagið og hafa brennandi ástríðu fyrir PSG. Við leitum að leikmönnum sem elska að berjast og vinna," segir Khelaifi. „Þýðir þetta að tími stórstjarna með stjörnuljóma sé liðinn. Ekkert endilega. Neymar er skýrt dæmi um svokallaðan bling-bling leikmann. Ég er ekki að útiloka að Neymar og aðrar stjörnu liðsins eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu en þeir verða að leggja mun meira að mörkum en þeir gerðu á síðasta tímabili," segir forsetinn og sendir skýr skilaboð til leikmanna sinna. „Það verða breytingar á leikmannahópi liðsins í sumar og á næstu misserum. Þeir leikmenn sem eru ekki að að róa í sömu átt og tilbúnir að leggja allt í sölurnar mega fara. Markmið mitt er að mynda lið skipað leikmönnum frá París. Það eru fjölmargir einkar hæfileikaríkir leikmenn frá Parísarsvæðinu og bestu leikmenn borgarinnar og nágrenni hennar verðskulda það að spila með PSG. Þetta mun taka tíma en þetta er það sem við stefnum að," segir Khelaifi sem skipti um yfirmann knattspyrnumála nýverið. Luis Campos, sem sinnt hefur sama starfi hjá Mónakó og Lille tók við af Leonardo.
Franski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira