Fótbolti

Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Genis Soldevila (t.v.) skoraði bæði mörk Inter Escaldes í dag.
Genis Soldevila (t.v.) skoraði bæði mörk Inter Escaldes í dag. Harold Cunningham - UEFA/UEFA via Getty Images

Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra.

Danilo Rinaldi kom La Fiorita í forskot með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og sá þannig til þess að liðið hafði 1-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja.

Genis Soldevila jadnaði þó metin fyrir Inter Escaldes á 55. mínútu og rétt rúmum tíu mínútum síðar skoraði hann það sem reyndist sigurmarkið.

Það verður því lið Inter Escaldes sem leikur til úrslita um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en eins og áður segir mætir liðið annað hvort Víkingi eða Levadia Tallin.

Undanúrslitaviðureign Víkings og Levadia Tallin fer fram í kvöld klukkan 19:30 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Úrslitaleikurinn fer svo fram á föstudagskvöldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.